Væri ekki gaman ef að krakkarnir í hverfinu gætu rennt sér niður litla brekku á Landakotstúni? Við í Gamla Vesturbænum þurfum að fara ýmist á Arnarhól eða út á Seltjarnarnes til að komast í smá brekku til að renna sér í. Smá brekka við enda Landakotstúnsins yrði frábær viðbót við annars illa nýtt Landakotstún.
Aukin afþreying í göngufæri í hverfinu okkar. Smá brekka svo krakkarnir geta rennt sér í þegar snjór er í borginni.
Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2018 þar sem verkefnið sem um ræðir í hugmyndinni er í öðru ferli innan borgarkerfisins og því ekki hægt að kjósa um það að svo stöddu. Hugmyndinni verður vísað sem ábendingu inn í það ferli. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.-30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!
Góð hreyfing alla fjölskylduna!
Gaman að nýta Landakotstúnið í smá afþreyingu og útivist fyrir spræka krakka.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation