Banna U-beygju á Hringbraut við Bræðraborgarstíg

Banna U-beygju á Hringbraut við Bræðraborgarstíg

Setja upp U-beygju bannskilti á móts við Bræðraborgarstíg fyrir þá sem aka norðvestur Hringbraut.

Points

Þegar ekið er norðvestur Hringbraut getur það skapað stórhættu þegar bílar taka U-beygju við Bræðraborgarstíg, því það er engin afrein til þess og allir stopp fyrir aftan. Nokkrum metrum norðar er afrein við Meistaravelli og auðvelt að taka U-beygju þar.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosninguna í verkefninu Hverfið mitt 2018. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til samgöngudeildar umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.- 30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Það er fráleitt að það skuli vera leyfilegt að taka U-beygjur þarna þegar það er hringtorg við JL húsið jafn nálægt og raun ber vitni. Einnig gæti verið hægt að hafa bann á ákveðnum tíma dags þegar umferð er þyngst svipað og er neðst á Bústaðarvegi við Reykjanesbraut þar sem bannað er að beygja til vinstri á ákveðnum tíma dags.

Oft tefur það fyrir umferð þegar einstaka ökumenn taka upp á því að taka U-beygju þarna geta vel farið lengra og inn á Meistaravelli og snúið þar víð án þess að valda slysahættu.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information