Ég bý í foldahverfinu og mér finnst vanta matvöruverslun eins og Bónus, Krónuna eða Nettó sem væri t.d. í foldaskála. Það er hægt að draga töluvert úr bílaumferð með því að gefa fólki kost á að fara gangandi eða hjólandi í verslun sem er ekki of langt frá heimilinu, einnig er hægt að senda börnin út í búð ef eitthvað vantar. Mér finnst óþolandi að þurfa að setjast upp í bíl í hvert skipti sem vantar eitthvað úr matvöruverslun.
Til dæmis mætti nýta gamla 10-11 húsnæðið í hamrahverfi þar sem skv. Deiliskipulagi á að vera verzlun en ekki kirkja.
Hagkvæmt og umhverfisvænt á allan hátt fyrir heimilið, umhverfið og bæjarfélagið.
Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2018 þar sem verkefni hugmyndarinnar er ekki innan verkefna eða valdheimilda Reykjavíkurborgar eða ekki á borgarlandi. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.-30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi
Hverfisbúðin er í Foldahverfi og mjög skemmtileg lítil búð, í eigu jákvæðs fólks sem er opið fyrir hugmyndum hvernig mætti bæta búðina. Vil benda frekar á að koma hugmyndum áleiðis til þeirra hvernig mætti bæta vöruúrvalið.
Hverfisbúðin er opin í Torginu ofanverðu Hverafold 1-3 þar sem áður var sjoppan Foldaskálinn. Hugmyndin er því þegar leyst :)
Helgi Þór Guðmundsson, þú ert ekki að setja þitt innlegg á réttan stað þar sem þú færir rök á móti😂
Alvöru matvöruverslun myndi gera mikið fyrir hverfið.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation