Ef fengin væri lítil vél og manneskja ráðin í að halda úti sléttu svelli á Reykjavikurtjörn þegar frost er þá væri hægt að vera miklu oftar á skautum á tjörninni. Mjög oft er snjór yfir fínu svelli. Einn möguleik er að hugsa þetta sem aukavinnu fyrir húsverði Ráðhússins. Eins væri hægt að útbúa lítinn skúr þar sem hægt væri að koma upp "pop-up" skautaleigu á vegum NOVA, Skautahallarinnar eða Skautafélaganna.
Myndi búa til svo mikla vetrarfegurð í miðborginni og hafa ákveðið aðdráttarafl ekki eingöngu fyrir íbúa. Auk þess er einkafyrirtæki með skautasvell á ingólfstorgi, afhverju ekki á vegum borgarinnar? Rómantísk og menningarleg hugmynd öllum til sóma
Það mætti gjarnan gera þetta almennilega. Hafa lýsingu og tónlist og skautaleigu. Flytja skautasvell Nova af Ingólfstorgi og á tjörnina.
Hugmynd þessi var metin tæk af umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Hugmyndin fór í framhaldi fyrir hverfisráð. Lokaniðurstaðan er sú að þessi hugmynd er ein af þeim 25 sem kosið verður um í haust 2018 í þínu hverfi. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.- 30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!
Ljós tónlist og gamaldags stemning. Þetta yrði draumur og nóg pláss fyrir alla ( Ingólfstorg er of lítið fyrir fullorðna að skauta) Þetta yrði þó að vera ókeypis fyrir alla . Ég man vel eftir því í kringum 1985 þá var svellið alltaf pússað og lýst og allir fengu að njóta .
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation