Sparkvöll við Húsaskóla

Sparkvöll við Húsaskóla

Koma upp sparkvelli með gervigrasi á lóðinni við Húsaskóla. Á svæðinu eru aðeins malbikaðir vellir sem slæmt er að lenda og detta á auk þess sem það fer afar illa með bolta, skóbúnað og fatnað þeirra sem nota völlinn. Næsti sparkvöllur við svæðið er við Foldaskóla en jafnvel þó iðkendur geti sannarlega ferðast þangað til að komast á gervigras er sá völlur mikið notaður og þarf að fara að betrumbæta hann enda orðinn lúinn. Aukin notkun og álag á þeim velli stuðlar svo auðvitað að því að völlurinn þarf enn oftar á lagfæringu að halda.

Points

Að ég held eini skólinn í Grafarvogi þar sem ekki er battavöllur.

Það er óskiljanlegt að skólabörnum í Grafarvogi sé mismunað hvað varðar aðstöðu til útileikja. Malbikaði völlurinn er mikið notaður bæði á og utan skólatíma og börnin spyrja mikið um sparkvöll með gervigrasi. Þar hafa krakkarnir mikið hruflast og einnig eru dæmi um höfuðhögg. Það ætti að vera algjört forgangsmál að ganga frá þessu.

Á svæðinu eru aðeins malbikaðir vellir sem slæmt er að lenda og detta á auk þess sem það fer afar illa með bolta, skóbúnað og fatnað þeirra sem nota völlinn.

Það bráðvantar mýkra undirlag til boltaleikja í Húsahverfi. Þar er ekkert nema malbik til boltaleikja hvort sem er við skólann eða annars staðar í hverfinu.

Mjög þarft að krakkarnir í Húsahverfi fái almennilegan sparkvöll eins og eru í öðrum hverfum. Aðstaðan er til staðar en það þarf að bæta hana svo þau séu ekki að meiðast við fellur á malbikið. Svona vellir hafa mikið forvarnargildi og efla útivist og hreyfingu.

Mjög aðkallandi að fá battavöll í Húsahverfið, en líklega orðið eitt af fáum hverfum sem ekki hafa slíkan völl. Einu knattspyrnuvellirnir í Húsahverfi sem opnir eru fyrir leik barna/unglinga eru við skólann og eru malbikaðir. Þeir eru illa farnir og orðnir slysagildra fyrir nemendur.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin var metin tæk til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2018. Einungis er hægt að stilla 25 tækum hugmyndum upp til kosninga á hverju ári. Hverfisráð fór yfir tækar hugmyndir og þessi hugmynd rataði því miður ekki í uppstillingu þetta árið. Hugmyndir er falla innan verkefna og valdheimilda Reykjavíkurborgar verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi deilda innan stjórnsýslu borgarinnar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.-30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Algjörlega nauðsynlegt að fá svona völl í Húsahverfi sem allra fyrst! Löngu tímabært.

Svæðið þarfnast virkilegra úrbóta.

Þetta er löngu ordid timabært... börnin med afleita adstödu til leiks og hrikalega mörg alys sem ordid hafa i halkunni a vellinum

Húsaskoli hefur ekki fengið sömu upplyftingu og aðrir skólar í Grafarvorgi þegar kemur að útisvæði og eiga það svo sannarlega skilið.

😀

Þetta á að vera löngu komið..

Löngutímabært fyrir börnin í Húsahverfi!

Löngu tímabært að koma upp svona flottum velli fyrir börnin í Húsahverfinu en það leynast margir framtíðarlandsliðsmenn í þessu hverfi trúi ég miðað við boltaáhugann :-)

Endalaust ónýtir boltar og ónýtir skór eftir malbikið og slys hafa orðið. Löngu tímabært!

foreldrar og nemendur húsaskóla eru búnir að bíða í 10 ár eftir battavöllum, eitthvað sem er komið inn á aðra skólalóðir í kring. þetta er stórhættulegt leiksvæði á veturna, þar sem krakkarnir fljúga á milli marka í hálku. fleiri en eitt slysið búið að vera á þessum völlum og allir orðnir langþreyttir á að bíða.

Löngu tímabært að börnin fái aðgengi að battavelli. Núverandi völlur er malbikaður og barn síns tíma.

Löngu orðið tímabært á betri battavelli og aðstöðu fyrir krakkana við Húsaskóla. Biðtíminn orðinn ansi langur! Hjá okkur útskrifaðist elsta barnið úr 10. bekk árið 2007 næsta árið 2013 úr 7. bekk og flutti yfir í Foldskóla og yngsta er í 5. bekk og mun útskrifast 2020 úr 7. bekk. Vonandi næst að bæta aðstöðuna við Húsaskóla áður en yngsta nær útskrift líka!

Löngu orðið tímabært að fá battavöll við húsaskóla eða körfuboltavöll sem er ekki malbik

Löngu komið að því að hafa sparkvöll við Húsaskóla en líka öryggisatriði svo minna sé um slys við leik á malbikuðum vellinum sem er fyrir.

Það er fyrir löngu kominn tími til að endurnýja fótboltavellina við Húsaskóla. Aðstaðan er til skammar og minnir helst á fangelsisvöll með vírnetinu í kring.

Fótboltavöllurinn er mikið notaður við Húsaskóla og fyrir utan að malbikið er orðið virkilega lélegt, að þá er ekki gott að detta á því og það eyðileggur alla skó og bolta. Við viljum styðja við útivist barnanna og því væri nýr battavöllur alveg bráðnauðsynlegur.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information