Stóragerði er breið íbúðargata þar sem hámarkshraði er 30. Nokkrar hraðahindranir eru í götunni en betur má ef duga skal. Ökumenn aka of hratt þar sem langt er milli hindrana á leiðinni niður brekkuna frá Háaleitisskóla/Hvassaleiti að Heiðargerði. Gangbraut er ógreinileg. Þetta þarf að laga!
Leiðin frá Háaleitisskóla / Hvassaleiti og niður að Heiðargerði er skeinuhætt - börn hlaupa oft yfir götuna á leið til vina eða í skóla, gangbraut er mjög ógreinileg og þarf að laga það og ökumenn aka hratt niður brekkuna þar sem hvorki er þrenging né hraðahindrun á þeirri leið. Þess vegna ber borgaryfirvöldum að lagfæra þennan kafla götunnar.
31.10.2013: Þessi hugmynd hefur verið flutt úr málaflokknum "velferð" yfir í málaflokkinn "samgöngumál".
Ein er komið fyrir börnum sem að stunda nám í Hlíðarskóla. Þar hef ég séð bílstjóra keyra beint yfir hringtorgið sem þarna er staðsett, til þess að komast sem fyrst inná Bústaðaveginn
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation