Grundargerðisgarður-Göngustígar

Grundargerðisgarður-Göngustígar

Hvað viltu láta gera? Malbika gangstíga Hvers vegna viltu láta gera það? Stígarnir verða eitt drullusvað á vorin og þegar mikil rigning er. Þetta fækkar óneitanlega þeim dögum sem hægt er að ganga þarna um.

Points

Það var alltaf yndislegt að labba þarna á sumrin og skoða fallegu sumarblómin. Núna er eins og garðurinn hafi gleymst.

Ég myndi vilja gera blómagarðinn fallegan aftur. Síðustu ár hefur hann bara verið í órækt. En já ég myndi vilja betri göngustíga og betur upplýsta

Malbik er svo ónáttúrulegt og ljótt, ég bý alveg uppvið Grundagerðisgarð og ég myndi vilja sjá náttúrulegri og umhverfisvænni lausn á þessu vandamáli.

Helluleggja stígana, alls ekki malbika.

Sammála og bæta lýsingu sérstaklega í suðurhlutanum.

Aukið aðgengi fyrir fólk í hjólastólum eða sem eiga erfitt með gang (t.d. hækjur eða fötlun). Þau eiga líka rétt á því að njóta náttúrunnar.

Styð þetta heilshugar. Vissulega rétt að malbik stingur augað í svona garði en ef það er eina lausnin til þess að göngustígurinn sé ekki mýrardrulla þá verður bara að hafa það. Stígurinn er ónothæfur helminginn af árinu sökum bleytu

Ég er sammála því að möl og drulla er augljóslega óheppilegt yfirborðsefni en mér finnst hellur fallegri en malbik. Ýmislegt fleira þyrfti að laga til að bæta aðgengi að garðinum: Kantsteinn sem er a.m.k. 4 cm hærri en gangstígurinn fyrir sjónskerta og áferðar og/eða litabreytinga við göngustígamót líka. 150 til 200 sm breiðir gangstígar fyrir hjólastóla. Niðurfall sem tekur við vatnselgnum í hláku. Lagnir þyrftu að vera í jörð við hlið gangstígs svo hann lokist ekki vegna viðgerða.

Ég er mjög sammála því að það þarf að laga göngustígana í Grundargerðisgarðinum. Það er mjög erfitt að ganga um garðinn þegar stígarnir eru drullusvað og erfitt og jafnvel hættulegt fyrir unga krakka að hjóla í förunum í drullunnni sem myndast á stígunum. Svo ekki sé minnst á glerhálkuna á veturna. Ef stígarnir yrðu malbikaðir væri hægt að bera sand á stígana á veturnar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information